Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slökkvilið reykræsti Varnarmálastofnun
Mánudagur 23. ágúst 2010 kl. 12:17

Slökkvilið reykræsti Varnarmálastofnun

Slökkvilið Keflavíkurflugvallar og slökkvilið Brunavarna Suðurnesja voru nú áðan kölluð að einni af byggingum Varnarmálastofnunar Íslands á Keflavíkurflugvelli. Brunaboð barst frá byggingu 130 en þar hafði loftpressa brunnið yfir og gaf frá sér mikinn reyk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Slökkvilið Keflavíkurflugvallar var fyrst á vettvang, en liðið vaktar ennþá eldvarnakerfi á svæðinu. Það kom hins vegar í hlut slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja að reykræsta bygginguna.

Í byggingu 130 á Keflavíkurflugvelli er hjartað í loftvarnakerfi Íslands, en þaðan liggja ljósleiðarar til fjögurra ratsjárstöðva. Ein þeirra er á Miðnesheiði á Reykjanesskaga, önnur á Bolafjalli við Bolungarvík, sú þriðja á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi og sú fjórða á Stokksnesi við Hornafjörð.

Mynd: Slökkvibíll Brunavarna Suðurnesja við byggingu Varnarmálastofnunar á Keflavíkurflugvelli í morgun. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson