Slökkvilið kallað að Kaffitári
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út vegna elds í Kaffitári rétt fyrir hálf níu í morgun. Mikinn reyk lagði yfir Njarðarbrautina og leit út fyrir að um mikinn bruna væri að ræða. Það var þó ekki og náði slökkviliðið fljótt að slökkva þann eld sem logaði en kveiknað hafði í brennsluofni á annari hæð hússins.
Skemmdir á húsnæðinu eru óverulegar og því ætti starfsemi Kaffitárs að geta hafist aftur innan skamms en slökkviliðið hefur verið að reykræsta húsið síðustu mínúturnar.
Skemmdir á húsnæðinu eru óverulegar og því ætti starfsemi Kaffitárs að geta hafist aftur innan skamms en slökkviliðið hefur verið að reykræsta húsið síðustu mínúturnar.