Slökkvilið kallað að Garðavegi
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var í morgun kallað að íbúð við Garðaveg í Keflavík þar sem mikill reykur var í íbúð.Þegar að var komið reyndist örbylgjuofn hafa tekið þá trú að hann væri bakarofn og rauk mikið úr honum. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var ekki um útbreiddan eld að ræða. Slökkvilið er nú að reykræsta húsið. Enginn var heima þegar reykjarins varð vart.