Slökkvilið boðað með SMS
Breytingar verða á boðkerfi slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja um áramót þegar Landssíminn hættir rekstri boðkerfis. Þess í stað verða öll útköll send um SMS kerfi Landssímans.Allar björgunarveitir á Suðurnesjum hafa einnig treyst á boðkerfið og þurfa því að skipta yfir í SMS þjónustuna sem er fyrir GSM síma.Þessi breyting felur í sér einhvern kostnað fyrir björgunarsveitirnar en þó ber þess að geta að GSM eign er orðinn mjög almenn.Sigmundur Eyþórsson slökkviliðsstjóri BS sagði í samtali við VF að nú þegar væri slökkviliðið með 20 GSM síma en þyrfti að bæta við 13 símum á útkallshópinn.Þá eru Brunavarnir Suðurnesja einnig að skoða fjarskiptakerfið TEDRA í samvinnu við Neyðarlínuna.