Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slökkvikerfi vætti Akurskóla
Akurskóli í Innri Njarðvík. Mynd úr safni.
Fimmtudagur 2. maí 2013 kl. 15:32

Slökkvikerfi vætti Akurskóla

Slökkvikerfi í Akurskóla hóf að úða vatni yfir skólann þegar leirbennsluofn í skólanum var opnaður þannig að mörg hundruð gráðu hiti steig upp frá ofninum. Þegar þessi mikli hiti komst í tæri við ventil í slökkvikerfinu rofnaði ventillinn og hóf kerfið að úða vatni í rýminu þar sem ofninn er.

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað til og þurftu slökkviliðsmenn að dæla upp vatni af gólfi í rýminu hjá leirbrennsluofninum. Þá þurfti einnig að kalla til pípulagningamann til að skipta um ventil í slökkvikerfinu.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024