Slökkva ljósin í klukkustund í kvöld
- Park Inn hótelið í Keflavík tekur í fyrsta sinn þátt í Jarðarstund
Árið 2007 skipulögðu Náttúruverndarsamtökin World Wildlife Fund Earth Hour í fyrsta sinn. Þá voru ljósin slökkt í heilli borg, Sydney í Ástralíu. Síðan þá hefur þetta vaxið hratt og taka að að minnsta kosti 7000 borgir og bæir um allan heim þátt í átakinu og er þetta eitt fjölmennasta samstillta einstaklingsátak á sviði umhverfisvakningar í heiminum.
Í dag, laugardaginn 19. mars, verður Jarðarstund haldin hátíðleg en markmiðið er að hvetja íbúa heims til aðgerða gegn loftlagsbreytingum og slökkva ljósin í eina klukkustund.
Árið 2015 tóku 122 hótel í Rezidor fjölskyldunni þátt í Jarðarstund ásamt þúsundum heimila og fyrirtækja um allan heim. Park Inn í Keflavík er meðal þeirra hótela úr Rezidor fjölskyldunni sem tekur þátt í Jarðarstund árið 2016
Á hverju ári slökkva hótelin á ljósum og öðrum raftækjum í eina klukkustund til að vekja athygli á nauðsyn þess að grípa til aðgerða í loftlagsmálum. Í fyrsta sinn mun Park Inn hótelið í Keflavík taka þátt og slökkva rafmagnsljósin á allri fyrstu hæð hótelsins þar á meðal veitingahúsi og bar.
„Við hvetjum alla til að taka þátt með okkur kl. 20:30 og 21:30 laugardaginn 19. mars, slökkva á rafmagnsljósum, kveikja á kertum og njóta myrkursins og leiðum hugann að því hvað við getum lagt af mörkum til að bæta umhverfið og vinna gegn loftlagsbreytingum,“ segir í tilkynningu.