Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slökkt á ofni kísilvers vegna vinnuslyss
„Það var ekkert annað í boði en að stöðva ofninn og finna út orsakir slyssins og leiðir til úrbóta,“ segir Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon. VF-mynd/dagnyhulda
Þriðjudagur 13. desember 2016 kl. 12:10

Slökkt á ofni kísilvers vegna vinnuslyss

Slökkt var á ofni kísilvers United Silicon vegna vinnuslyss sem þar varð á mánudagskvöld í síðustu viku en þá fékk starfsmaður rafmagn í sig. Á fimmtudag sendi Umhverfisstofnun kísilverinu fyrirmæli um að kveikja ekki á ofninum aftur fyrr en úrbætur hefðu verið gerðar á frávikum sem skráð voru í þeim fjórum eftirlitsferðum sem fulltrúar stofnunarinnar hafa farið þangað. Vinnueftirlitið vinnur að rannsókn á slysinu. „Það var ekkert annað í boði en að stöðva ofninn og finna út orsakir slyssins og leiðir til úrbóta og setja ekki í gang aftur fyrr en við værum búnir að koma algerlega í veg fyrir að þetta geti gerst aftur,“ segir Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá verksmiðju United Silicon í Helguvík.

Verksmiðjan tók til starfa síðasta haust. Þann 11. október var kveikt upp í ofni verksmiðjunnar og upp úr miðjum nóvember fóru íbúar í Reykjanesbæ að finna fyrir reyk- og lyktarmengun og hafa Umhverfisstofnun borist fjöl margar ábendingar þess efnis. Skýring fyrirtækisins var sú að verið væri að brenna tréflísar og að það væri hluti af fyrstu skrefunum við gangsetningu ofnsins. Að sögn Kristleifs mun sú lykt ekki koma þegar kveikt verður aftur upp í ofninum. Þá var verið að baka rafskaut ofnsins og það þarf ekki að gera aftur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gangi áætlanir United Silicon eftir verða þrír ofnar til viðbótar teknir í notkun á næsta áratug. Kristleifur segir í skoðun að nota aðrar aðferðir við að baka rafskaut þeirra svo ekki komi reyk- og lyktarmengun yfir byggðina í Reykjanesbæ. „Við erum allir af vilja gerðir að standa okkur og viljum reka fyrirtækið í sátt og samlyndi við íbúana og þannig að starfsemin skapi ekki vandræði.“