Sló starfsmann Félagsþjónustu
19 ára stúlka var fyrir helgi dæmd til eins mánaðar fangelsis, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir að hafa veist að starfsmanni félagsþjónustunnar í Reykjanesbæ.
Rétt fyrir síðustu jól sló hún téðan starfsmann, sem var við skyldustörf á heimili ákærðu, í höfuðið með öskubakka úr leir. Starfsmaðurinn hlaut af skurð í hársvörð.
Stúlkan játaði brot sitt skýlaust, en hún hefur ekki gerst brotleg við lög fyrr og kom það henni til refsilækkunar.
Hún var einnig dæmd til að greiða sakarkostnað að upphæð 8.680.