Slitnaði upp af legunni og nánast eyðilagðist
Báturinn Hákon Tómasson GK 226 (5871) slitnaði upp af legunni á Stafnesi og nánast eyðilagst í óveðrinu sem gekk yfir Suðurnes í byrjun vikunar. Báturinn er í eigu Heiðars í Nýlendu í Hvalsneshverfi
Hákon Magnússon á Nýlendu í Hvalsneshverfi lét smíða þennan bát fyrir sig og réri á honum í fjölda ára á grásleppu og handfæri, segir á heimasíðu Arnbjörns Eiríkssonar þaðan sem myndin er jafnframt fengin.