Sleginn í andlitið og nefbrotnaði
 Maður var sleginn í andlitið á skemmtistað í Reykjanesbæ í nótt með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði. Farið var með manninn til læknisskoðunar á HSS en málið er nú í rannsókn hjá lögreglu.
Maður var sleginn í andlitið á skemmtistað í Reykjanesbæ í nótt með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði. Farið var með manninn til læknisskoðunar á HSS en málið er nú í rannsókn hjá lögreglu.
Talsverð ölvun var á Hafnargötunni í nótt og var fjölmenni úti á lífinu þar sem Fjölbrautaskóli Suðurnesja útskrifaði nemendur fyrr um daginn. Lögreglan þurfti að hafa afskipti af nokkrum einstaklingum og gista nú tveir menn fangageymslurnar sökum ölvunarástands.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				