Sleginn á skemmtistað
Maður var sleginn í andlitið á skemmtistað í Reykjanesbæ í nótt. Var hann ekki mikið slasaður, en var fluttur á HSS til aðhlynningar. Lögregla veit hver árásarmaðurinn er.
Í gærkvöldi og í nótt voru fjórir ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast fór var á 120 km hraða þar sem löglegur hámarkshraði er 90 km.
Þá stöðvaði lögregla þrjá ökumenn vegna gruns um ölvun við akstur.
Í gærkvöldi og í nótt voru fjórir ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast fór var á 120 km hraða þar sem löglegur hámarkshraði er 90 km.
Þá stöðvaði lögregla þrjá ökumenn vegna gruns um ölvun við akstur.