Sláttur hafinn á Kirkjubólsvelli
Þó það sé hávetur og janúar á almanakinu þá eru skemmtilegir hlutir í gangi á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. Þar voru flatir slegnar og valtaðar síðastliðinn laugardag.
Sandgerðingar eru um mánuði á undan áætlun ef miðað er við síðasta ár en þá fór fyrsti sláttur fram í febrúar. Áformað var að halda opið golfmót síðastliðinn sunnudag en vegna slæms veðurs var mótinu aflýst.
Fínt hitastig hefur verið í Sandgerði í vetur og því þurfti að slétta grastoppanna á flötum vallarins. Stefnt er að því að halda opið mót um næstu helgi í Sandgerði og vonandi verður veður með ágætum þannig að hægt verði að leika golf.
www.kylfingur.is