Slasaður maður með hægri fót í farþegasæti ók á girðingu við sjúkrahúsið
Um miðjan dag var tilkynnt til lögreglu að bifreið hafi verið ekið á grindverk við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ökumaðurinn kvaðst hafa fipast við að stöðva bifreiðina í tæka tíð.
Ökumaðurinn kvaðst hafa verið við vinnu og meiðst á hægri fæti og var að leita læknis vegna þess, og gat því ekki notað hann á bensín og hemlafetlana, þess vegna haft hægri fótinn á farþegasætinu og vinstri fótinn brúkaði hann á fetlana. Ekki tókst betur til en svo að hann ók bifreið sinni á grindverkið við Heilbrigðisstofnunina en slasaðist ekki meira en orðið var.