Miðvikudagur 7. júní 2000 kl. 16:40
Slasaðist í vinnuslysi í Sandgerði
Maður slasaðist í vinnuslysi í Sandgerði í dag, þegar hann féll tæpa fimm metra niður af þaki nýbyggingar. Hann var talinn alvarlega slasaður og fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur með sjúkrabifreið. Vísir.is greindi frá.