Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slasaðist í ískrossi á Seltjörn
Frá Seltjörn. Mynd úr safni.
Miðvikudagur 2. janúar 2013 kl. 17:02

Slasaðist í ískrossi á Seltjörn

Karlmaður slasaðist á Seltjörn við Grindavík í gær þegar hann ók mótorkrosshjóli sínu utan í grjót sem stóð upp úr ísnum á tjörninni og féll við það af hjólinu en hann var þátttakandi í ískrossi, segir í frétt á vef Morgunblaðsins, mbl.is.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum var maðurinn að aka í hringi á ísnum þegar slysið átti sér stað. Lögregla, sjúkraflutningamenn og læknir fóru á slysstað.

Maðurinn kvartaði undan eymslum í mjöðm og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024