Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 3. mars 2003 kl. 18:17

Slasaðist er hendi fór í fiskvinnsluvél

Björgunarbátur Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Þór frá Vestmannaeyjum kom með tvo slasaða sjómenn til Vestmannaeyja kl.16:05 í dag. Það var kl.14:20 að áhöfn björgunarbátsins Þórs var kölluð út eftir að boð komu um slasaða sjómenn um borð í skuttogaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni GK frá Grindavík sem var staddur 22 s/m suður af Vestmannaeyjum.Björgunarbáturinn Þór var kominn út til Hrafns Sveinsbjarnarsonar GK kl.15:20 og tók um borð til sín slösuðu sjómennina tvo. Annar mannanna hafði slasast lítillega fyrir nokkrum dögum og var í ágætu ástandi en hinn hafði slasast þegar hendi hans fór í fiskvinnsluvél eftir hádegi í dag.
Mennirnir fengu aðhlynningu í Vestmannaeyjaum. Frá þessu er greint á vef DV í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024