Þriðjudagur 24. ágúst 2004 kl. 08:52
Slasaðist á öxl og kinnbeini
Á níunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt til lögreglunnar að bifreið hafi verið ekið útaf Garðskagavegi milli Garðs og Sandgerðis. Bifreiðin var talsvert skemmd og ökumaður var meiddur á öxl og kinnbeini.