Mánudagur 3. nóvember 2003 kl. 10:45
Slasaðist á netaveiðum
Á föstudaginn var tilkynnt um sjóslys sem átti sér sólarhring áður um borð í Mörtu Ágústsdóttur GK-31. Einn skipverji slasaðist á öxl er báturinn var á netaveiðum á Faxaflóa. Skipverjinn varð fyrir netarúllu.