Slasaðist á höfði við fall af hestbaki
Kona slasaðist á höfði er hún datt af hestbaki nú fyrir skömmu. Atvikið átti sér stað við Skagabraut í Garði en hún var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar en þaðan var hún send með sjúkrabíl á Landspítalann - Háskólasjúkrahús.
Tvær sjúkrabifreiðar ásamt lögreglubifreið voru kallaðar á staðinn.
Tvær sjúkrabifreiðar ásamt lögreglubifreið voru kallaðar á staðinn.