Slapp ómeiddur eftir útafakstur
Ökumaður slapp ómeiddur er bifreið hans fór út af Garðskagavegi milli Sandgerðis og Garðs. Ökumaður var aleinn í bifreiðinni þegar óhappið átti sér stað um þrjúleytið í nótt.
Rólegt var á dagvaktinni í gær, einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Njarðarbraut, þar sem hann var mældur á 96 km hraða, en leyfður hraði er 60 km.
Fjórir ökumenn voru stöðvaðir fyrir að aka of hratt á næturvaktinni. Sá er hraðast fór var mældur á 125 km hraða þar sem leyfður hraði er 90 km. Einn var stöðvaður á Njarðarbraut á 87 km hraða þar sem leyfður hraði er 50 km.
Einn var stöðvaður fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu á mótum Stekks og Reykjanesbrautar.
Mynd úr safni