Slapp lítið meiddur úr árekstri
Árekstur varð á milli tveggja bíla á gatnamótum Reykjanesbrautar og Stekks á Fitjum í Njarðvík í gærmorgun.
Áreksturinn varð með þeim hætti að bifreið sem var ekið suður Stekk og út á Reykjanesbraut inn í hliðina á bifreið sem var ekið vestur Reykjanesbraut.
Önnur bifreiðin valt og annar ökumaðurinn var fluttur á HSS til aðhlynningar en meiðsl hans reyndust minniháttar og fékk hann að fara heim að skoðun lokinni.
Áreksturinn varð með þeim hætti að bifreið sem var ekið suður Stekk og út á Reykjanesbraut inn í hliðina á bifreið sem var ekið vestur Reykjanesbraut.
Önnur bifreiðin valt og annar ökumaðurinn var fluttur á HSS til aðhlynningar en meiðsl hans reyndust minniháttar og fékk hann að fara heim að skoðun lokinni.