Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Slagveður síðdegis
Miðvikudagur 10. desember 2008 kl. 09:15

Slagveður síðdegis

Það er engin jólasnjór í veðurkortunum, a.m.k ekki fyrr en um helgina. Veðurspá dagsins fyrir Faxaflóasvæðið gerir ráð fyrir suðaustlægri átt, 5-10 m/s og rigningu, en 13-18 og talsverðri rigningu síðdegis. Hiti á bilinu 2 til 6 stig. Suðvestan 10-15 í nótt og á morgun, skúrir og síðar él og kólnar í veðri.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag:
Suðlæg átt, víða 5-10 m/s og rigning eða slydda austast, annars dálítil él, en þurrt að kalla NV-og N-lands. Yfirleitt frostlaust með ströndinni, en annars frost 0 til 8 stig, kaldast til landsins.

Á laugardag:
Austlæg eða breytileg átt, fremur hæg, en strekkingur við austurströndina fram eftir degi. Suðlægari síðdegis. Snjókoma norðan- og austantil, en stöku él annars staðar. Hiti svipaður.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Austlæg átt og snjókoma með köflum, en úrkomulítið SV-til. Hiti breytist lítið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024