Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slagsmálahamsturinn Hamstur McGregor í vörslu lögreglu
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 18. júlí 2019 kl. 15:23

Slagsmálahamsturinn Hamstur McGregor í vörslu lögreglu

Hamstur McGregor gistir nú á lögreglustöðinni í Keflavík eftir slagsmál í bakgarði við heimahús í Keflavík. Þar varð Hamstur McGregor undir í slagsmálunum.

„En það sem er einkennilegt við Þessi slagsmál er að sigurvegarinn bar þann sem varð undir í kjaftinum heim til sín, sigri hrósandi, og sýndi eiganda sínum hversu megnugur hann var. Þarna slógust semsagt köttur og hamstur. Eigandi kattarins náði hamstrinum frá kisa og kom með hann á lögreglustöðina í Reykjanesbæ,“ segir í færslu lögreglunnar á fésbókinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við leitum því nú af eiganda slagsmálahamstursins sem við höfum gefið nafnið Hamstur McGregor í kerfum okkar. Að sögn lögreglumanna á vakt þá er hamsturinn talsvert æstur eftir átökin og heimtar re-match við kattarófétið (eins og hann orðar það).

Það verður vonandi ekki langt í að við á Suðurnesjum náum út eins og einu stöðugildi lögreglumanns sem mun alfrið sjá um vesenið á þessum blessuðu dýrum hér á svæðinu,“ segir að engingu í færslu lögreglunnar sem hefur fengið góð viðbrögð. Nú þarf bara að finna eiganda Hamsturs McGregor.