Slagsmál og læti í miðbæ Keflavíkur
Það var í nógu að snúast hjá lögreglunni í Keflavík í gærkvöldi. Margmenni var á skemtistöðunum en þegar leið á kvöldið fór að hitna í kolunum.
Lögreglan þurfti að hafa afskipti af gestum vegna slagsmála á skemmtistöðunum nokkrum sinnum og þurfti m.a. að loka hluta Hafnargötunnar í tvígang að sögn fólks sem var þarna í gær. „Þetta var svakalegt, miki læti og ölvun og hnefarnir látnir tala,“ sagði viðmælandi vf.is um ástandið í miðbænum í nótt. Á samskiptavefnum facebook má sjá nokkrar lýsingar fólks frá ástandinu í gærkvöldi.
Þrír enduðu í fangageymslum lögreglunnar, tveir fyrir líkamsárás og eiga yfir höfði sér ákæru og sá þriðji fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglunnar að því er visir.is segir.