Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slagsmál og læti í miðbæ Keflavíkur
Sunnudagur 24. október 2010 kl. 16:00

Slagsmál og læti í miðbæ Keflavíkur

Það var í nógu að snúast hjá lögreglunni í Keflavík í gærkvöldi. Margmenni var á skemtistöðunum en þegar leið á kvöldið fór að hitna í kolunum.
Lögreglan þurfti að hafa afskipti af gestum vegna slagsmála á skemmtistöðunum nokkrum sinnum og þurfti m.a. að loka hluta Hafnargötunnar í tvígang að sögn fólks sem var þarna í gær. „Þetta var svakalegt, miki læti og ölvun og hnefarnir látnir tala,“ sagði viðmælandi vf.is um ástandið í miðbænum í nótt. Á samskiptavefnum facebook má sjá nokkrar lýsingar fólks frá ástandinu í gærkvöldi.
Þrír enduðu í fangageymslum lögreglunnar, tveir fyrir líkamsárás og eiga yfir höfði sér ákæru og sá þriðji fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglunnar að því er visir.is segir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024