Slagorðasamkeppni gegn reykingum
Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum (SamSuð) og Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja (HES) undirrituðu í desember 1999 samkomulag um kannanir á sölu á tóbaki til barna og unglinga á Suðurnesjum. Þar var kveðið á um að SamSuð skuli skipuleggja og sjá um samkeppni um slagorð gegn reykingum.Samkeppnin fór fram í janúar og var opin öllum nemendum í 5.-10. bekk allra grunnskóla á Suðurnesjum. Alls komu 600 tillögur í keppnina og ákvað dómnefnd að eftirtalin 3 slagorð bæri að verðlauna.„Ég er ekki tjöruhreinsibúnaður“, höfundur þess er Heiðrún Skarphéðinsdóttir 5. bekk Njarðvíkurskóla. Guðrún Harpa Atladóttir 5. bekk Njarðvíkurskóla fékk verðlaun fyrir slagorðið „Hvor er sterkari þú eða sígarettan“ og Ari Lár Valsson 10. bekk Myllubakkaskóla fékk verðlaun fyrir slagorðið „Stinn retta...slappur limur!“Útbúin hafa verið myndskreytt veggspjöld með verðlaunaslagorðunum. Þeim verður dreift um öll Suðurnes, einkum á þá staði sem unglingar sækja mest, s.s. skóla, félagsmiðstöðvar og sjoppur.Íslandsbanki veitti sigurvegurunum veglega peningaverðlaun að upphæð 20 þús. kr. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja veitti samkeppninni einnig stuðning, Kiwanis, Lions, Krabbameinsfélag Suðurnesja og Aðstoð.