Slæmt veður og óheppileg hleðsla ástæða þess að Bjarmi VE fórst
Rannsóknarnefnd sjóslysa telur að ástæður þess að Bjarmi VE fórst vestur af Þrídröngum 23. febrúar sl. hafi verið slæmt veður á siglingaleið bátsins og óheppileg hleðsla þegar lagt var úr höfn. Þá bendir nefndin á að hægt hefði verið að velja grynnri siglingaleið með hliðsjón af þeirri vindátt sem þarna ríkti. Megi telja að ókunnugleiki skipstjórnarmanna hafi skipt máli í því sambandi en allir skipverjar voru í sinni fyrstu siglingu á bátnum. Tveir skipverjar fórust með Bjarma en tveir björguðust við illan leik. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.Við rannsókn málsins kom m.a. fram að stöðugleiki bátsins við brottför frá Vestmannaeyjum stóðst kröfur. Aftur á móti var óæskileg slagsíða á bátnum á bakborða sökum hleðslu en á þilfari voru opin fiskikör og net aftur í skut sem gátu tekið í sig bleytu, auk þess sem fríborð var tiltölulega lítið. Við siglinguna hafi bæst við vindálag og bleyta hafi safnast fyrir á dekki sem rýrði frekar stöðugleika bátsins. Af þessum sökum valt báturinn meira á bakborða en á stjórnborða. Eftir því sem meiri sjór safnaðist fyrir í bátnum skertist stöðugleiki hans og að lokum fór hann í hæga bakborðsveltu sem hann náði ekki að rétta sig úr.
Stuttur tími leið þar til báturinn var kominn á hliðina. Skipverjum tókst öllum að komast þurrum fótum yfir í gúmmíbjörgunarbát en þeir töldu sig ekki hafa ráðrúm til að klæðast björgunarbúningum. Eftir það áttu þeir í erfiðleikum með að finna hníf til þess að skera á fangalínuna sem tengdi þá við Bjarma en fyrir mistök skáru þeir á rekakkerislínu. Það varð til þess að gúmmíbátinn rak seinna frá bátnum en ella. Radarmastur Bjarma lenti síðan ofan á gúmmíbátnum og sprengdi hann. Þrír skipbrotsmanna komust upp á leifarnar af bátnum en ekkert sást til skipstjórans eftir þetta.
Meðal tillagna í öryggisátt vekur sjóslysanefnd sérstaka athygli á mikilvægi björgunarbúninga og þjálfunar í að klæðast þeim. Þá ítrekar nefndin fyrri ábendingar um að Siglingastofnun Íslands fylgi því eftir að björgunaræfingar séu haldnar. Þá eigi rekakkerislína og fangalína í gúmmíbjörgunarbátum að vera aðgreindar með mismunandi litum.
Stuttur tími leið þar til báturinn var kominn á hliðina. Skipverjum tókst öllum að komast þurrum fótum yfir í gúmmíbjörgunarbát en þeir töldu sig ekki hafa ráðrúm til að klæðast björgunarbúningum. Eftir það áttu þeir í erfiðleikum með að finna hníf til þess að skera á fangalínuna sem tengdi þá við Bjarma en fyrir mistök skáru þeir á rekakkerislínu. Það varð til þess að gúmmíbátinn rak seinna frá bátnum en ella. Radarmastur Bjarma lenti síðan ofan á gúmmíbátnum og sprengdi hann. Þrír skipbrotsmanna komust upp á leifarnar af bátnum en ekkert sást til skipstjórans eftir þetta.
Meðal tillagna í öryggisátt vekur sjóslysanefnd sérstaka athygli á mikilvægi björgunarbúninga og þjálfunar í að klæðast þeim. Þá ítrekar nefndin fyrri ábendingar um að Siglingastofnun Íslands fylgi því eftir að björgunaræfingar séu haldnar. Þá eigi rekakkerislína og fangalína í gúmmíbjörgunarbátum að vera aðgreindar með mismunandi litum.