Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slæmt skyggni á Reykjanesbraut
Mynd úr vegamyndavél Vegagerðarinnar við Rósaselstorg við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Þriðjudagur 1. desember 2015 kl. 09:18

Slæmt skyggni á Reykjanesbraut

Farið er að snjóa suðvestanlands og jafnframt hvessir með skafrenningi.  Á Höfuðborgarsvæðinu ekki að marki þó fyrr en eftir kl. 09. Spáð er dimmri hríð undir hádegi og 18-23 m/s, en fljótlega upp úr því blotar á láglendi og ætla má að það lægi um kl. 14.  Skilin fara ákveðið norðaustur yfir landið. Vestanlands og á Vestfjörðum verður veður í hámarki um hádegi og um miðjan daginn vestantil á Norðurlandi.  Suðaustanlands fer hins vegar fljótt í slyddu og bleytu. Þetta kemur fram í tilkynningu veðurfræðingi kl. 6.40 á vef Vegagerðarinnar.

Færð og aðstæður

Farið er að hvessa á Suðurnesjum og komið óveður og slæmt skyggni á Reykjanesbraut og á Grindarvíkurvegi. Það er hálka eða snjóþekja á flestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi, m.a. er hálka á stofnbrautum á Höfuðborgarsvæðinu. Hálkublettir og óveður er á Kjalarnesi. Hálka og óveður er undir Eyjafjöllum og við Vík.

Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja víðast hvar. Þungfært og skafrenningur er á Fróðárheiði.

Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja og skafrenningur á flestum leiðum. Snjóþekja og stórhríð er á Gemlufallsheiði. Þungfært er á Kleifarheiði en þæfingsfærð og skafrenningur í Patreksfirði og á Klettsháls. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar einnig er ófært á Bjarnarfjarðarhálsi og þaðan norður í Árneshrepp.

Á Norður- og Austurlandi er hálka eða snjóþekja allvíða.  Þæfingsfærð er á Siglufjarðarvegi en hálka og skafrenningur er á Víkurskarði. Flughálka er á Dettifossvegi.  Þæfingsfærð er á Öxi og Breiðdalsheiði en hálkublettir og smá éljagangur eru með suðausturströndinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024