Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slæmt ferðaveður á Suðurnesjum
Föstudagur 12. janúar 2007 kl. 13:46

Slæmt ferðaveður á Suðurnesjum

Slæmt ferðaveður er nú á öllum Suðurnesjum sökum skafrennings, éljagangs og hálku og hafa bílar verið að lenda í vandræðum. Á Reykjanesbraut er hálka og éljagangur, einnig á Hellisheiði og í Þrengslum og víðast hvar á Suðurlandi.

Samkvæmt veðurspánni fyrir Faxaflóa verður vestan 5-13 m/s og éljagangur fram á morgundaginn en þá snýst hann í austan 5-10. Frost verður á bilinu 0 til 7 stig.

Nú fyrir stundu var unnið að því að koma stórum póstbíl upp á veg en hann hafði farið út af á Reykjanesbraut ofan við Iðavelli en þar gengur á með mjög dimmum éljum svo skyggni er nánast ekkert.

Á myndunum má hvar verið að er að koma póstbílnum upp á veg en einnig hafði pallbíll farið út af skammt frá.

VF-myndir: Ellert Grétarsson.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024