Slæm umgengni í Krýsuvík
Í Stóra Hamradal í Krýsuvík má sjá tóm skothylki á víð og dreif. Þá má sjá víða á Krýsuvíkursvæðinu slæma umgengni fólks og greinilegt að reglur um umgengni eru ekki virtar. Nú er búið að taka niður öll skilti í fólkvanginum, ekki að ástæðulausu því annars eru þau skotin í tætlur, ljóst er að taka þarf á þessum vanda ef fólk á geta notið útivistar á svæðinu.