Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Slæleg frammistaða sláttuverktaka komin á borð bæjarráðs
Fimmtudagur 9. júlí 2020 kl. 21:49

Slæleg frammistaða sláttuverktaka komin á borð bæjarráðs

Verktaki sem sér um að slá og hirða opin svæði í Reykjanesbæ hefur fengið mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum í Reykjanesbæ og bæjarbúar ekki sáttir við vinnubrögð verktakans. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir tekur undir gagnrýni bæjarbúa sem hann segir réttilega gagnrýna slælega frammistöðu verktakans sem sér um að slá og hirða opin svæði í sveitarfélaginu.

„Starfsmenn Umhverfismiðstöðvar hafa marg oft gert athugasemdir en viðbrögð verið lítil. Málið var rætt utan dagskrár í bæjarráði Reykjanesbæjar í morgun og verður formlega á dagskrá í næstu viku. Í millitíðinni verða gerðar fleiri tilraunir til að fá verktakann til að bæta sig,“ segir Kjartan bæjarstjóri á fésbókarsíðunni Reykjanesbær, gerum góðan bæ betri..

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025