Slá upp fyrir brú við Grindavíkurveg
Framkvæmdir við Reykjanesbraut ganga framar vonum og er vinna við fyrstu brúna í mislægu gatnamótunum, við Grindavíkurveg, hafin.
Þegar ljósmyndari Víkurfrétta átti leið þar hjá í dag voru verkamenn frá Eykt í óða önn við járnabindingar og verður þess vart langt að bíða þar til steypuvinna hefst.
Alls verða átta brýr reistar við fern mislæg gatnamót í þessum áfanga tvöföldunarinnar.
VF-myndir/Þorgils
Þegar ljósmyndari Víkurfrétta átti leið þar hjá í dag voru verkamenn frá Eykt í óða önn við járnabindingar og verður þess vart langt að bíða þar til steypuvinna hefst.
Alls verða átta brýr reistar við fern mislæg gatnamót í þessum áfanga tvöföldunarinnar.
VF-myndir/Þorgils