Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skýrt merki um landris undir Svartsengi
Sundhnúkagígaröðin. VF-mynd: Ísak Finnbogason
Föstudagur 22. desember 2023 kl. 12:44

Skýrt merki um landris undir Svartsengi

Landris er hafið á ný undir Svartsengi og merki um það eru skýr í mælingum vísindamanna. Landið rís hraðar en fyrir eldgosið í Sundhnúksgígum og búast má við að það haldi áfram í einhvern tíma, sagði í hádegisfréttum RÚV.
„Líklegast er að þetta landris haldi áfram. Klassíska hegðunin er sú að það byrjar hraðast eftir gos. Þetta höfum við séð í mörgum kerfum til dæmis Grímsvötnum. Þá rís land hratt eftir að gosi líkur og dregur svo úr rishraðanum með tímanum,“ segir Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, í samtali við RÚV.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024