Skýrsla um sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum kynnt
ParX viðskiptaráðgjöf IBM kynnti í gær skýrslu sem unnin var að beiðni Samstarfefndar um undirbúning kosninga um sameiningu Reykjanesbæjar, Sandgerðis og sveitarfélagsins Garðs.
Í skýrslunni er gerður samanburður á fyrirkomulagi málaflokka sveitarfélaganna og mat lagt á hugsanleg áhrif sameiningar.
Greiningin miðar að því að draga upp mynd af núverandi stöðu mála hjá sveitarfélögunum til að leggja grunn að samanburði. Dregin er upp mynd af fjárhagslegri stöðu sveitarfélaganna þriggja og líklegri þróun. Tilgangurinn er að bæta upplýsingar til íbúa um þjónustu og stöðu sveitarfélaganna og líkleg áhrif sameiningar.
Markmiðið er að bæta forsendur kjósenda í sveitarfélögunum til að meta ahrif sameiningar á eigin hag og svæðisins í heild til að taka afstöðu í komandi kosningum.
Þann 8. október næstkomandi munu 16 sameiningarkosningar fara fram í 61 sveitarfélögum vítt og breitt um landið. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna þeirra hófst þann 13. ágúst sl.
Kynningarfundir um sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum verða haldnir í sveitarfélögunum þann 26., 27. og 28. september og verða nánar auglýstir síðar.
Í samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum sitja:
Reykjanesbær
Árni Sigfússon
Jóhann Geirdal
Garður
Ingimundur Guðnason
Arnar Sigurjónsson
Sandgerði
Reynir Sveinsson formaður
Haraldur Hinriksson
Íbúafjöldi sveitarfélaganna í dag:
Reykjanesbær 10.954
Sandgerðisbær 1398
Garður 1322
Hér má sjá skýrsluna í heild sinni í pdf formi