Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skýrist í næstu viku hvort skipinu verður lyft af hafsbotni
Fimmtudagur 11. júlí 2002 kl. 10:06

Skýrist í næstu viku hvort skipinu verður lyft af hafsbotni

Það mun skýrast endanlega í næstu viku hvort Tryggingamiðstöðin láti lyfta flaki Guðrúnar Gísladóttur af hafsbotni við Noreg. Skipið, sem var tryggt hjá TM fyrir rúma tvo milljarða króna, sökk við strendur Lofoten í N-Noregi 19. júní síðastliðinn. Fulltrúar Tryggingamiðstöðvarinnar funduðu í gær með sérfræðingum á vegum endurtryggjenda félagsins. Gunnar Felixsson, forstjóri TM, segir í samtali við Morgunblaðið í morgun, að sérfræðingarnir vilji skoða málið betur eftir fundinn í gær, en litlar líkur séu á því að skipinu verði lyft upp frá sjávarbotni og það fært til hafnar. Endanleg ákvörðun þar að lútandi verði tekin í næstu viku. Áfram verði leitað tilboða í flakið en einhverjir hafi sýnt því áhuga á að kaupa flakið þar sem það liggur á 40 metra dýpi. Hann segir að engin formleg tilboð hafi enn borist.
Um borð í skipinu er mikið af dýrum búnaði og tækjum og því gætu björgunarfyrirtæki haft áhuga á því að kaupa flakið og selja tækjabúnað og aðra hluta úr skipinu.

Myndin: Þessa mynd tók ljósmyndari Víkurfrétta þegar Guðrún Gísladóttir KE var síðast í höfn í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024