Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skyrgámur og jólahljómsveitin á ferðinni í dag og í kvöld
Skyrgámur heilsaði upp á viðskiptavini Lyfju í gær. Hann var hress að vanda. VF-mynd/Páll Orri.
Sunnudagur 23. desember 2012 kl. 12:06

Skyrgámur og jólahljómsveitin á ferðinni í dag og í kvöld

Jólalögin og jólastemmningin í verslunum og á Hafnargötu í kvöld

Skyrgámur sem margir kalla jólasvein Suðurnesjamanna hefur verið á ferðinni víða undanfarna daga. Hann verður að venju í jólastemmningunni á Hafnargötunni í Keflavík í kvöld ásamt jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Jólahljómsveitin hefur verið á ferðinni og leikið jólalög fyrir viðskiptavini verslana víða í Reykjanesbæ. Hún verður á fullu í dag Þorláksmessu frá kl. 15 til 17 og svo kl. 20 til 23 á Hafnargötunni í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skyrgámur tók lagið í Krossmóa, börn og fullorðnir kunnu vel að meta það.