Skyndilega hætt við lendingu í Keflavík
Það vakti athygli í flugumferðinni á Keflavíkurflugvelli um hálf fjögur leytið þegar ein vél Icelandair hætti skyndilega við lendingu á Keflavíkurflugvelli, en vélin var komin að brautarenda. Ástæða þess að vélin hætti svo skyndilega við lendingu var sú að önnur vél var að lenda á Keflavíkurflugvelli og fannst flugumsjónarmönnum að of lítið bil væri á milli þeirra. Vélin tók einn hring yfir Reykjanesbæ og lenti nokkrum mínútum síðar á Keflavíkurflugvelli.
Myndin: Flugvélin tók einn hring áður en hún fór aftur inn til lendingar eftir að hafa verið snúið við. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.