Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skýjað og þokusúld
Þriðjudagur 3. apríl 2007 kl. 09:20

Skýjað og þokusúld

Á Garðskagavita voru SV 7 og rúmlega 7 stiga hiti kl. 8
Klukkan 6 var suðvestan og vestanátt, sums staðar 15-20 m/s N-lands og SA-lands, en hægari annars staðar. Skýjað en úrkomulítið V-lands en víða léttskýjað A-til. Hiti 2 til 13 stig, hlýjast á Austfjörðum.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðvestan 3-8 m/s, en 8-13 síðdegis. Dregur úr vindi á morgun. Skýjað og þokusúld, en léttir heldur til á morgun. Hiti 7 til 10 stig.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Vestan 8-15 m/s, en 15-20 m/s NV- og SA-lands. Skýjað og þokusúld V-lands og hiti 7 til 10 stig, en bjart A-til á landinu og hiti 10 til 18 stig. Lægir á morgun og léttir til V-lands, en snýst í NA átt með éljum NA-lands síðdegis. Kólnandi.


VF-mynd: elg
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024