Fréttir

Skýjað og smáskúrir í dag
Fallegt sólsetur á Garðskaga séð úr flygildi í 120 metra hæð. VF-mynd: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 27. júní 2017 kl. 09:28

Skýjað og smáskúrir í dag

Suðvestan og vestan 3-8 m/s við Faxaflóa í dag, skýjað og smáskúrir. Hiti 7 til 13 stig.
 
Veðurhorfur á landinu næstu daga
 
Á fimmtudag:
Suðvestanátt, víða 3-8 m/s. Smáskúrir V-til, en bjart með köflum á A-verðu landinu og stöku skúrir síðdegis. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast A-lands. 
 
Á föstudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-8 og skúrir, einkum síðdegis. Hiti yfirleitt 10 til 15 stig að deginum. 
 
Á laugardag og sunnudag:
Norðaustlæg átt og smáskúrir, en léttskýjað með köflum S-lands. Hiti 8 til 16 stig, mildast á S-landi. 
 
Á mánudag og þriðjudag:
Suðlæg átt og víða skúrir, en bjart með köflum á NA-verðu landinu. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast í innsveitum NA-lands.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024