Skýjað og lítilsháttar súld eða rigning
Austan og suðaustan 3-10 við Faxaflóa. Skýjað og lítilsháttar súld eða rigning. Suðvestan 3-8 og úrkomumina á morgun. Hiti 5 til 10 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg austlæg átt, skýjað og rigning eða súld með köflum, en sunnan og suðvestan 3-8 á morgun. Hiti 5 til 10 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Suðaustlæg átt 5-10 m/s, en norðaustan 8-13 um kvöldið. Rigning og súld með köflum S- og V-lands en skýjað með köflum og þurrt að kalla annars staðar. Hiti 3 til 8 stig.
Á mánudag:
Austan og norðaustan 8-15 m/s NV-til og með norðurströndinni, en annars hægari. Rigning eða skúrir, en léttir til um sunnanvert landið þegar líður á daginn. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast SV-til.
Á þriðjudag:
Ákveðin norðan og norðaustanátt. Dálitlar skúrir eða él norðan- og austanlands, en annars skýjað með köflum. Kólnandi veður.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt. Stöku skúrir eða él um landið norðaustanvert og hiti um og yfir frostmarki, en yfirleitt þurrt og bjart sunnan- og vestanlands og hiti 5 til 10 stig að deginum.