Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skýjað með köflum og hvessir á morgun
Sunnudagur 26. nóvember 2006 kl. 13:28

Skýjað með köflum og hvessir á morgun

Á hádegi var norðanátt, 8-13 m/s og él eða dálítil snjókoma á norðanverðu landinu, en hægara og léttskýjað syðra. Hlýjast var 4ra stiga hiti í Vattarnesi, en kaldast 5 stiga frost á Þingvöllum.

Yfirlit
Milli Íslands og Noregs er 967 mb lægð, sem þokast norður, en um 1500 km suðvestur í hafi er kröpp 949 mb lægð á norðausturleið.

Veðurhorfur á landinu ásamt viðvörun !
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Viðvörun: Búist er við stormi suðaustanlands á morgun. Spá: Norðlæg átt, víða 8-13 m/s og él norðanlands, en hægara og léttskýjað syðra. Dregur úr vindi og úrkomu fyrir norðan í dag. Hvessir á morgun og þykknar upp, norðaustan 10-15 síðdegis, en 18-25 og slydda eða snjókoma suðaustan til. Frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum norðanlands, en hlánar við suðurströndina á morgun.

Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun:
Norðaustan 8-13 m/s og skýjað með köflum, en hvessir á morgun. Frost 0 til 5 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024