Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skýjað með köflum
Þriðjudagur 20. janúar 2009 kl. 08:44

Skýjað með köflum


Norðaustan og austan 10-18 m/s, hvassast við SA-ströndina og á annesjum NV-til. Rigning eða slydda, en þurrt að kalla SV-lands. Dregur úr úrkomu N- og A-lands síðdegis, en dálítil slydda S- og SV-lands. A 8-15 á morgun og dálítil slydda með köflum SV-lands, en annars úrkomulítið. Hiti 0 til 5 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Faxaflói
Norðaustan 3-8 m/s og skýjað með köflum. Austan 8-13 í kvöld og á morgun og dálítil slydda syðst. Hiti í kringum frostmark.



Veðurhorfur á landinu næstu daga


Á fimmtudag:
Norðaustan og austan 15-20 m/s og talsverð snjókoma eða slydda, einkum SA-lands. Dregur úr vindi og ofanokmu S-lands seinni partinn. Hiti 0 til 5 stig.


Á föstudag og laugardag:
Suðaustan 8-15 m/s og skúrir eða él, en léttskýjað N- og A-lands. Hiti 0 til 5 stig.


Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir norðlæga átt með éljum og kólnandi veðri.