Skýjað með köflum
Veðurspá fyrir Faxaflóa
Suðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum eða bjartviðri og hiti 9 til 16 stig að deginum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Fremur hæg suðvestlæg átt og smáskúrir víða um land, en fer að rigna vestanlands með kvöldinu. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast inn til landsins.
Á laugardag:
Suðvestan 3-10 m/s og rigning með köflum, en úrkomulítið síðdegis. Hiti 7 til 14 stig.
Á sunnudag:
Suðaustlæg átt og skýjað með köflum eða bjartviðri, en líkur á þokulofti með suðausturströndinni. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðan- og vestantil.
Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir suðaustlæga átt með rigningu eða skúrum, en þurrt og bjart um norðanvert landið. Hiti 7 til 15 stig.
Af www.vedur.is