Mánudagur 3. október 2005 kl. 09:36
Skýjað með köflum
Klukkan 06:00 var austlæg eða breytileg átt, víðast 3-8 m/s. Skýjað með köflum og sums staðar súld við norðurströndina. Hiti var frá 8 stigum í Grindavík niður í 1 stigs frost á nokkrum stöðum til landsins.
Veðurhorfur næsta sólarhringinn:
Suðaustan og austan 3-8 m/s, skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hvessir síðdegis, austan og norðaustan 10-15 og rigning í kvöld. Hiti 3 til 9 stig.