Skýjað með köflum – besta veðrið hér!
Í morgun kl. 6 var norðaustanátt, víða 5-10 m/s, en 10-15 m/s norðvestantil og við suðausturströndina. Skýjað og sums staðar dálítil rigning eða slydda norðan- og austanlands, en annars skýjað og þurrt að kalla. Hlýjast var 6 stiga hiti sunnan- og suðvestanlands, en kaldast eins stigs frost í innsveitum norðaustanlands. Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring: Norðaustanátt, víða 8-13 m/s, en allt að 18 m/s norðvestanlands og við suðausturströndina. Slydda eða rigning með köflum norðan- og austantil, en skýjað með köflum suðvestanlands. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu þegar líður á morgundaginn. Hiti 1 til 8 stig, en í kringum frostmark norðan- og austantil í nótt og á morgun.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Norðaustan 5-10 m/s, en 10-15 allra nyrst. Skýjað með köflum og hiti 2 til 8 stig.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Norðaustan 5-10 m/s, en 10-15 allra nyrst. Skýjað með köflum og hiti 2 til 8 stig.