Skýjað í dag
Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er gert ráð fyrir suðlægri átt, víða 5-10 m/s, en hægari síðdegis. Rigning eða þokusúld suðaustanlands, en skýjað með köflum og úrkomulítið í öðrum landshlutum. Austlæg átt, 5-10 í kvöld og og rigning eða súld víða um land, þó síst á Norðurlandi. Suðaustan 8-13 austanlands á morgun, en annars hægari suðlæg eða breytileg átt. Hiti víða 12 til 20 stig að deginum, hlýjast norðaustanlands.