Skýjað í dag
Veðurstofan gerir ráð fyrir austan og norðaustan átt, 5-13 m/s, hvassast á annesjum norðan- og norðvestantil. Dálítil súld eða þokuloft við norður og austurströndina, en annars skýjað eða skýjað með köflum og stöku skúrir. Fer að rigna um landið suðaustanvert í nótt, en um landið suðvestanvert nálægt hádegi á morgun. Áfram skýjað að mestu og sums staðar þokusúld um landið norðanvert, einkum á annesjum. Hiti 5 til 17 stig, hlýjast suðvestantil.