Skýjað í dag
Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt, víða 3-8 m/s, en 8-13 m/s úti við norður- og austurströndina. Dálítil rigning eða þokusúld á austanverðu landinu, en annars skýjað með köflum og úrkomulítið. Heldur hægari og úrkomuminna í kvöld og nótt, en 8-13 og dálítil rigning suðvestan til á morgun. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast suðaustanlands, en víða vægt frost til landsins í nótt.