Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skýjað en frostlaust
Fimmtudagur 23. nóvember 2006 kl. 09:23

Skýjað en frostlaust

Klukkan 6 var austlæg átt, 25 m/s á Stórhöfða og víða 16-20 m/s syðst á landinu en mun hægari annars staðar. Snjókoma var á Mánárbakka, en annars staðar skýjað með köflum og víða bjartviðri norðvestantil. Hiti var frá 6 stigum í Skaftafelli niður í 10 stiga frost á Torfum í Eyjafjarðarsveit.

Yfirlit
550 km S af Reykjanesi er víðáttumikil og nærri kyrrstæð 965 mb lægð. Yfirlit gert 23.11.2006 kl. 03:08

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Austan og norðaustan 15-20 m/s og dálítil slydda eða rigning með suðurströndinni og SA-lands. Austan og norðaustan 5-13 í öðrum landshlutum, skýjað með köflum og dálítil él á A-landi og á annesjum fyrir norðan. Hægari vindur í nótt og á morgun og léttir til sunnan- og vestanlands. Hiti 0 til 5 stig S- og SV-lands í dag, en annars 0 til 8 stiga frost.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 5-10 m/s, skýjað með köflum og stöku skúrir um miðjan dag, en léttir til í nótt. Hiti 0 til 5 stig, en frystir víða á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024