Skýjað að mestu og yfirleitt þurrt
Á miðnætti var norðlæg átt á landinu, 3-8 m/s. Él norðantil, en víða bjart syðra. Frost 0 til 10 stig, kaldast á Suður- og Suðausturlandi, en mildast við norðaustur- og austurströndina.
Viðvörun!
Búist er við stormi á Vestfjarðamiðum, Norðvesturmiðum, Grænlandssundi, Norðurdjúpi, Færeyjardjúpi, Suðausturdjúpi, Suðurdjúpi og Suðvesturdjúpi.
Yfirlit
Á Grænlandshafi er kyrrstæð 985 mb lægð. Við Færeyjar er kröpp 975mb lægð á ANA-leið.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur næsta sólarhringinn: Norðlæg átt, 3-10 m/s, hvassast á annesjum norðantil. Snjókoma eða él, en bjart að mestu um landið sunnan- og suðaustanvert. Frost 0 til 10 stig, en kaldast til landsins.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðlæg átt, víða 3-8 m/s. Skýjað að mestu og yfirleitt þurrt. Frost 2 til 9 stig.
Mynd: Næturmynd yfir Tjarnahverfi í Reykjanesbæ.