Skýjað að mestu
Klukkan 9 var suðvestan og vestanátt, 10-15 við norðurströndina, en annars 3-10 m/s. Skýjað og úrkomulítið suðvestan- og vestanlands, en annars var léttskýjað. Hlýjast var 4 stiga hiti á Garðskagavita.
Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun:
Suðvestlæg átt, 3-8 m/s, en suðaustlæg átt á morgun. Skýjað að mestu og smáskúrir, en þokusúld sums staðar við ströndina, einkum í nótt. Hiti 1 til 6 stig.
Kortið er tekið af vef veðurstofunnar